5.3.2013 | 14:06
Opni leikskolinn
Vid mædgur løbbudum alla leid a opna leikskolann og thad tok rett innan vid klukkutima. Hun er nottla langyngst tharna eda adeins 10 og halfs vikna:) og su næstyngsta i dag var 6 mananda, fædd 12.sept. Hitti fullt af nyju folki. Thad er audvitad komid allt annad folk en var thegar vid Hakon attum tidar ferdir thangad, thvi nu eru hans jafnaldrar løngu komnir a leikskola eins og hann.
Myyndlist: Eg er byrjud a 3dju myndinni, sem er skrauthøll og einhver fantasia thar i kring. Er anægd med arangurinn sem er kominn og eg mun taka myndir af teikningunum sem eru ad sjalfsøgdu gerdar med svørtum pennum og gullpennum. Ekkert er skemmtilegra en thær græjur!! Lilla sefur nuna og eg er buinn ad setja nokkrar myndir og tvø video inna facebook med litlu gullunum minum;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2013 | 13:52
Loford svikid
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2012 | 17:51
Perluhnýtingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2012 | 11:44
Alltaf á leið í vinnuna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2012 | 18:35
Sveik eigið loforð-Í BILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2012 | 12:31
Viðbót við ballerínurnar "Blómin herma"
Það var vitleysa og gleymska í mér að ballerínurnar hafi verið dansandi á skýjum í loftinu. Var búin að gleyma því! Með það í huga að þær væru í lofti á skýjum hugsaði ég mér að færa þær/skýin með þeim á, nær jörðu, en ekki alveg á jörðina til að sýna að smá jarðbinding væri í þeim:) Svo sá ég í dag að þær eru dansandi á grasbökkum á vatni. er í vandræðum með að gera raunverulegt útlit á vatn svo ég geri sem minnst af því svo myndin sé ekki ofhlaðin. Hef bætt svo mörgu við myndina að ég ætla að hætta núna og segja að myndin sé tilbúin.
Það var svo mikið rými/tómarúm eftir á himninum að ég gerði punktalínulaga ballerínu þar, eina risastóra og frá henni komu sveipaðar "gullbylgjur" gerðar með punktum með gullpenna, sem á að undirstrika að hún sé á hreyfingu. einnig bætti ég við nokkrum svörtum punktum kringum hinar (svörtu) ballerínurnar til að sýna að þær væru LÍKA á hreyfingu. Ég segi þetta gott með þessa mynd og tek fljótlega ljósmynd af henni til að sýna hér.
Hugmynd að næstu mynd. ég fékk hana í fyrrakvöld meðan ég labbaði í vinnuna og hef hugsað um þetta myndefni alveg síðan. Meðan ég gekk í vinnuna, sá ég fyrir mér 3 konur sem voru mér mjög nánar en eru ekki lengur hér meðal okkar. Þær voru "límið" í fjölskyldunni og nú þegar þær eru farnar hefur margt breyst....fjölskyldan fer í þúsund mola án þeirra. Þetta eru þær mamma, systir hennar hún rebekka og föðursystir hún Camilla sem lést í fyrra. ég sá þær fyrir mér birtast við vegarbrún hinum megin götunnar og brosa til mín, allar standandi saman. Þetta verður næsta myndefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2012 | 18:44
Æiii:(
Ég var búin að skrifa hér heila grein, þá allra fyrstu en svo birtist hún ekki:( kannski kellan ég hafi bara gleymt að vista færsluna? Who knows. en allavega, þá snýst þetta blogg um mín listaverk og mitt líf:) með minni fjölskyldu. Ég hef sett inn nokkur öldruð listaverk en mun í framhaldinu segja frá verkum sem ég er að vinna að og síðan sýna þau hér. Ég fékk þá hugmynd að reyna eftir bestu getu (nema þegar ég fer burt í frí og hef ekki aðgang að tölvu) að blogga á hverjum degi því ég hef heitið sjálfri mér að vinna að verkum mínum á hverjum einasta degi...hverjum EINASTA! Þessa hugmynd fékk ég úr bíómyndinni Julie and Julia þar sem Julie, mikill aðdáandi Juliu Child prófar eina uppskrift Juliu Child á hverjum einasta degi í heilt ár (ekki bara eina uppskrift heldur eftir heilli bók!)
ég er u.þ.b. hálfnuð með teikningu sem ég teikna með svörtum og gull pennum og heitir hún:"Blómin herma". Ballerínur dansa á skýjum og hjá hverri þeirra er blóm sem hermir eftir stellingum þeirra. Þetta var ekki fyrirfram ákveðið myndefni, og það er sjaldan fyrirfram ákveðið þegar ég sest niður og ætla að teikna. Þetta er eins og að vera með heilann sjálfan í fingrunum þar sem höndin ræður ferð:) Bara spennó:D Ég set líka inn saumamyndir sem eru krossasaumaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Listaspíran
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar