Viðbót við ballerínurnar "Blómin herma"

Það var vitleysa og gleymska í mér að ballerínurnar hafi verið dansandi á skýjum í loftinu.  Var búin að gleyma því!  Með það í huga að þær væru í lofti á skýjum hugsaði ég mér að færa þær/skýin með þeim á, nær jörðu, en ekki alveg á jörðina til að sýna að smá jarðbinding væri í þeim:) Svo sá ég í dag að þær eru dansandi á grasbökkum á vatni.  er í vandræðum með að gera raunverulegt útlit á vatn svo ég geri sem minnst af því svo myndin sé ekki ofhlaðin.  Hef bætt svo mörgu við myndina að ég ætla að hætta núna og segja að myndin sé tilbúin. 

Það var svo mikið rými/tómarúm eftir á himninum að ég gerði punktalínulaga ballerínu þar, eina risastóra og frá henni komu sveipaðar "gullbylgjur" gerðar með punktum með gullpenna, sem á að undirstrika að hún sé á hreyfingu.  einnig bætti ég við nokkrum svörtum punktum kringum hinar (svörtu) ballerínurnar til að sýna að þær væru LÍKA á hreyfingu.  Ég segi þetta gott með þessa mynd og tek fljótlega ljósmynd af henni til að sýna hér.

Hugmynd að næstu mynd.  ég fékk hana í fyrrakvöld meðan ég labbaði í vinnuna og hef hugsað um þetta myndefni alveg síðan.  Meðan ég gekk í vinnuna, sá ég fyrir mér 3 konur sem voru mér mjög nánar en eru ekki lengur hér meðal okkar.  Þær voru "límið" í fjölskyldunni og nú þegar þær eru farnar hefur margt breyst....fjölskyldan fer í þúsund mola án þeirra.  Þetta eru þær mamma, systir hennar hún rebekka og föðursystir hún Camilla sem lést í fyrra.  ég sá þær fyrir mér birtast við vegarbrún hinum megin götunnar og brosa til mín, allar standandi saman.  Þetta verður næsta myndefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Hlakka til að sjá hvernig myndin kemur út af englunum þremur

Kv, Anna frænka

Anna Viðarsdóttir, 22.6.2012 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Listaspíran

Höfundur

Auður Brynjólfsdóttir
Auður Brynjólfsdóttir
Ég er listmálari. Bý í Noregi en er frá Reykjavík. Hér hef ég búið í 2 ár, eða síðan 2010, með kjarnafjölskyldu minni, Halla og okkar barni Hákoni sem nú er 3ja ára.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2251
  • Hinn hlutinn
  • annar hlutinn af henni
  • Myndin í heild
  • L1090680

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband